Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

stjórn fiskveiða o.fl.

451. mál
[20:26]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir umræðuna um þetta. Það er rétt, ég held að við séum örugglega sammála þegar kemur að sjálfbærni. Sjálfbærni er ekki bara umhverfisleg, hún er líka félagsleg og hún er að sjálfsögðu líka efnahagsleg. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar varðandi náttúruauðlindir, hvort sem þær eru til sjávar eða á landi, að almenningur í landinu á að njóta arðs af þeim, að sjálfsögðu. Við erum að tala um að nýting á þessum auðlindum sé eitthvað sem skili sér, arðurinn af henni skili sér til þjóðarinnar. Þannig að ég tek bara undir með hv. þingmanni að það er mikilvægt að finna því farveg.