Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

475. mál
[21:34]
Horfa

Arnar Þór Jónsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í þessu samhengi vil ég láta nægja að benda á að stórþjóðin Bretland undi sér ekki innan Evrópusambandsins þar sem þeir töldu einfaldlega að þeirra rödd hljómaði ekki nægilega skýrt og áhrif þeirra væru ekki nægilega sýnileg innan þessara stóru samsteypu ríkja. Þar af leiðandi tel ég að það blasi við hver staða Íslands þar inni væri. Ég hvet þingmanninn áfram til að berjast fyrir hugsjónum sínum. Hugsjónir eru afskaplega mikilvægar en við megum ekki láta þær slá glýju í augu okkar þannig að við leggjum óraunsætt mat á stöðu okkar í raunheimum.