152. löggjafarþing — 62. fundur,  5. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[14:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Því miður höfum við séð að fordómum í þjóðfélaginu er erfitt að útrýma. Við sjáum það í mörgum myndum, eins og ég sagði í ræðu minni áðan um störf þingsins. Fatlað ungt fólk er vistað á heimilum fyrir aldrað fólk þar sem það á ekki heima. Við sjáum að ráðherra verður uppvís að ummælum sem eru honum langt frá því til sóma. En spurningin er hvort hann braut lög. Ef það er svoleiðis getur hann þá beðist afsökunar og haldið áfram eða þarf hann virkilega að taka á því og gera hreint fyrir sínum dyrum og skýra það nákvæmlega út fyrir viðkomandi og hér í þinginu að hann hafi ekki brotið lög?

Ég tel að ráðherranum beri skylda til að koma fyrir þingið og gera grein fyrir sínu máli samkvæmt 61. gr. laga um þingsköp.