152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

traust við sölu ríkiseigna.

[11:23]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég legg til að nefnd verði skipuð til að fara yfir öll ummæli hæstv. fjármálaráðherra í aðdraganda þessa útboðs vegna þess að við höfum bara ekki undan að setja saman það sem var sagt og það sem verið er að segja hér eftir á. Nú er talað um að úthýsa ábyrgðinni til fjárlaganefndar, að hv. fjárlaganefnd hafi láðst að setja lágmark í þessu ferli. Hvers konar ábyrgð er það? Hæstv. ráðherra getur ekki einu sinni sýnt forystu í þessu máli, hann úthýsir henni til fjárlaganefndar. Framferði Bankasýslunnar í þessu máli er ótrúlegt. Ég hvet alla hér inni til að hlusta á viðtal við stjórnarformann og framkvæmdastjóra Bankasýslunnar í gær og hvernig þeir tala um almenningseign, að aðilar hafi verið hvattir til að hringja í sem flesta til að hámarka þóknanir sínar, skattfé. Fjármálaráðherra sagði ítrekað í fjölmiðlum fyrir þetta útboð að það væri ekki hæsta verðið sem skipti máli, það væri eðli fjárfestanna. Er verið að ljúga hér í pontu? Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli.