152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

traust við sölu ríkiseigna.

[11:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson fór ágætlega yfir það hver tilgangurinn virtist vera með þessari annarri sölu. Nú hefur hins vegar komið í ljós í þessari umræðu að það voru erlendir aðilar, sem keyptu í fyrstu sölunni og seldu sig strax út, sem fengu að kaupa og það voru litlir eða smærri aðilar, sem hafa nú kannski ekki beinlínis góðan feril að sýna í bankarekstri, það eru engar skýringar á því af hverju þeir voru valdir aftur, og svo litlir aðilar sem hefðu allt eins getað keypt á markaði en fengu leyfi til að kaupa núna. Heilbrigðisvottorðið sem gefið hefur verið út á þessa sölu kemur frá fjármálaráðherra og þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Ég kalla nú bara eftir öllu því Framsóknarfólki og Vinstri grænum sem eru hér í hliðarsölum og jafnvel inni í salnum, hvað segið þið? Hvernig finnst ykkur hafa til tekist og styðjið þið áframhaldandi forræði fjármálaráðherra í þessu máli? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)