152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl. .

531. mál
[17:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég geri engar athugasemdir við það að þetta verði skoðað sérstaklega í nefndinni og því velt upp hvaða eftirlitsheimildir kunna að vera fyrir Seðlabankann til að bregðast við við þessar aðstæður. Ég hefði talið að með því að afhendingu gagna sé neitað, svo lengi sem það er ekki umdeilt að þau beri að afhenda, þá gæti sjóðurinn sótt stuðning í Seðlabankann.