152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[12:47]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil fara beint að kjarna málsins. Þetta frumvarp er til komið vegna þess að Ísland fékk formlegt áminningarbréf í svokölluðu samningsbrotamáli — þetta er EFTA-mál — vegna beitingar á þessari undanþágureglu eða varðandi þessa undanþáguheimild. Ég velti því fyrir mér miðað við forsögu málsins, af því að þetta mál er til komið vegna þess að Ísland er talið brotlegt: Hefði að mati hæstv. ráðherra komið til greina að fara aðra leið en þá sem farin er hér? Manni finnst einhvern veginn að verið sé að festa í sessi framkvæmd sem gerðar eru athugasemdir við af hálfu eftirlitsstofnana. Tekur ráðherra undir það?