152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:11]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég held að við séum að fara yfir kafla eftir kafla í bókinni Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann, sem gefin var út 2005, um það hvernig sparisjóðakerfið í Bandaríkjunum var tekið yfir af eignasterku fólki. Það er nefnilega þannig að við erum að heyra meira og meira um það hvar lög hafi verið brotin, hvar ekki hafi verið farið eftir tilmælum. Hæstv. fjármálaráðherra sagðist ekki vita að faðir sinn hefði keypt. Það er nú einu sinni þannig að foreldrar okkar alþingismanna og ráðherra skilgreinast sem fólk í áhættuhóp þegar kemur að peningaþvætti og það er tilkynningarskylt ef við gerum einhver viðskipti yfir 15.000 evrur. (Forseti hringir.) Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þarna hafi verið einhver tengdur pólitík. (Forseti hringir.)

Frú forseti. Ég er næstur á mælendaskrá en er alveg til í að bíða með mína ræðu ef ákveðið verður að fresta þingfundi meðan verið er að semja. (Forseti hringir.)

(Forseti (DME): Ég minni hv. þingmenn á að ræðutíminn undir liðnum fundarstjórn forseta er ein mínúta þótt þú sért næstur á mælendaskrá.)