152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:52]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Kæling eða smjörklípa, það gegnir sama hlutverki í þessu samhengi sem við erum að ræða hér. Það liggur algerlega fyrir hverjar valdheimildir Ríkisendurskoðunar eru. Þær duga ekki. Það verður að stofna rannsóknarnefnd. Við verðum að læra af reynslunni. Það er stundum sagt að sagan endurtaki sig. Ég er eiginlega frekar þeirrar skoðunar að heimska mannanna endurtaki sig þegar þeir virðast svo fullir af afneitun, svo fastir í sjálfum sér og eigin forréttindahugsunum, að þeir komast ekki til að hugsa um almannahagsmuni og hvert raunverulegt hlutverk okkar er hér á hinu háa Alþingi. Það verður bara að gerast, frú forseti, að hér verði frestað fundi, að forseti þingsins boði til fundar með þingflokksformönnum og við semjum um áframhald þessa máls þannig að sómi sé að fyrir hið háa Alþingi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)