Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:38]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Frú forseti. Hæstv. forsætisráðherra hefur farið yfir það hér og svarað spurningum um það hvernig staðið var að yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. Mér finnst það mjög alvarlegt hversu hörð orð hafa fallið í hennar garð sem hefur einmitt setið hér fyrir svörum og svarað.

Frú forseti. Ég hef í rauninni ekki undan þinni fundarstjórn að kvarta en ég held að það myndi gera málinu gagn, þ.e. málinu sem snýst um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að fara í efnislega umræðu um málið, sem m.a. verður gert með skýrslu fjármálaráðherra á eftir, sem verður gert í sérstakri umræðu forsætisráðherra á næstu dögum og sem var raunar líka gert í óundirbúnum fyrirspurnatíma fyrr í dag og verður eflaust aftur gert í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðar í vikunni. Ég held að við komust bara miklu lengra í raunverulegri, (Forseti hringir.) efnislegri umræðu með því að tala um málið þar en ekki hér í umræðu um fundarstjórn forseta.