Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[18:58]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hv. þingmaður veit ekki alveg hvort ég brjóti trúnað gegn mínum félögum en ég vil nú helst leggja mat á það sjálfur. Það er nú bara þannig hjá okkur Framsóknarmönnum, og ég reikna með því að það sé þannig í öðrum þingflokkum líka, að um það sem fer fram á þingflokksfundum gildir trúnaður. En ég vil líka benda á svar mitt við spurningu hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur hér áðan þegar hún spurði hvort þetta mál hefði verið rætt við mig persónulega af varaformanni, ég svaraði því neitandi. Ég vona að hv. þingmaður virði það við mig að ég held trúnað um það sem gerist á þingflokksfundum. En þegar talað er við mig persónulega um hlutina þá leyfi ég mér að segja frá þeim eins og þeir eru.