Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[19:45]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir svarið hv. formanns fjárlaganefndar. Ég verð reyndar að vera ósammála því að hæstv. fjármálaráðherra sé ekki að skorast undan ábyrgð. Ég var nú bara rétt í þessu í pontu að rökræða við hæstv. ráðherra sem vildi meina að m.a. við sem sætum í fjárlaganefnd bærum ábyrgð á því að hafa ekki spurt þessara spurninga. Þess vegna finnst mér svolítið sérstakt þetta misvægi sem er til að mynda milli hæstv. fjármálaráðherra og síðan formanns fjárlaganefndar og ég veit bara að ekki er almenn skoðun innan Vinstri grænna á þessu máli. En mig langar eiginlega að fá svona almenna skoðun hv. formanns fjárlaganefndar á orðræðu hæstv. fjármálaráðherra í Sprengisandi í gær þar sem hann vísaði í raun á bug allri gagnrýni á þetta mál. Telur þú að við séum komin á þann stað í þessu ferli, í ljósi þess að það eigi að leggja niður heila ríkisstofnun, að nú geti hæstv. fjármálaráðherra mætti úr fríi og sagt í rauninni að ekkert hafi farið úrskeiðis?