152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:03]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég held að það verði að horfa aðeins á stóru myndina þegar að þessu kemur og á þá staðreynd að hæstv. viðskiptaráðherra hefur til margra ára haft aðkomu að þessum málum og tók auðvitað þátt í þeirri vinnu að endurheimta þær eignir sem við erum hér að ræða um. Ég er alveg viss um að á einhverjum stigum hafi hæstv. viðskiptaráðherra, sem hefur mikla þekkingu á þessum málum, flaggað skoðunum sínum og rætt mögulegar leiðir að niðurstöðu. Hins vegar held ég að það sé alltaf þannig, þegar flokkar eru í samstarfi, að við ræðum okkur niður á niðurstöðu og þetta varð niðurstaðan. Ég ítreka að ég tel eðlilegast að hæstv. viðskiptaráðherra svari fyrir þetta.