152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í kjölfarið á þessu þá hef ég dálitlar áhyggjur af þessari skýrslu sem er verið að semja hjá Bankasýslunni til að svara fjárlaganefnd, að það sé miklu meira heldur en bara svör við spurningum sem við báðum um. Það sé þá að tefja það að við fáum svörin. Það sé verið að skrifa um eitthvað annað og meira en við báðum um. Ef það er ástæðan fyrir því að það er verið að tefja störf þingsins, að það sé verið að útbúa eitthvað annað en við spurðum um, þá er það alvarlegt mál. Það er það í alvörunni. Þetta eru upplýsingarnar sem við vildum fá í hendurnar að sjálfsögðu sem fyrst en innan þessara sjö daga sem kveðið er á um í þingskapalögunum. Mig langar til að leita aftur til hæstv. forseta varðandi einmitt þessa grein þingskapalaga, að geta fengið upplýsingar frá stjórnvöldum. Ég vil túlka það þannig (Forseti hringir.) að nefndir þingsins geti einmitt kallað fólk í stjórnsýslunni fyrir nefndir og það sé ekki hægt að segja: (Forseti hringir.) Nei, við ætlum ekki að mæta. Mig langar til að fá skýrt álit forseta á því hverjar heimildir þingsins eru til þess að kalla stjórnsýsluna inn á teppið í nefndum.