152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[19:38]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir sína ræðu. Ég fæ ekki betur séð en að með þessu frumvarpi sé í raun verið að lögfesta ákvæði sem gera Matvælastofnun kleift að líta fram hjá úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að umhverfismat sé gallað. Þarna sé verið í rauninni að festa það í sessi að gilt umhverfismat dugi jafnvel þótt það komi bara til eftir á.

Mig langaði að fá að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann sé sannfærður um að þessar breytingar á lögum sem hér er verið að leggja til standist að fullu EES-rétt um umhverfismat og skyldur þar um.