152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[19:49]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir andsvarið. En þetta mál er til komið, eins og ég rakti hér, til að koma á móts við sjónarmið Eftirlitsstofnunar ESA. Til þess er leikurinn gerður. Þau töldu að við hefðum ekki innleitt þetta umhverfi með réttum hætti og reglurnar væru þess eðlis að það var ekki fullnægjandi. Þá fara menn í þá vegferð að bæta úr því. Það er það sem verið er að gera. Hvers vegna skyldu menn annars koma fram með frumvarp sem þetta? Þess vegna skil ég ekki alveg þennan málflutning og þessa nálgun, svo ég sé alveg hreinskilinn.