152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[20:27]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og ég er alveg sammála honum og mér líst ágætlega á þetta í sjálfu sér. En það sem er svolítið furðulegt í þessu er að við erum að ræða um hugsanlegar, mögulegar, einhverjar smá undantekningar, en hvað er þetta mikið? Ég sá ekki í tölum hversu oft svona var kært og hversu margar undantekningar voru þarna á undan vegna kæru. Er þetta algengt eða er þetta mjög sjaldgæft og bara algerar undantekningar? Hvað á að segja, eitt á ári, tíu á ári, 100? Ég hef ekki hugmynd um það, ég sá það ekki í greinargerðinni. Kannski að ráðherra geti upplýst um hversu algengt þetta er og um hvað er að ræða, a.m.k. í þessu samhengi.