152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[15:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld, sem er svo sem gott og blessað út af fyrir sig nema fyrir þá undarlegu atburði sem eru að gerast í kvöld; tveir af stjórnarflokkunum, heyrir maður, eru að fara að vera með stóra félagsfundi. (Gripið fram í: Það er stórundarlegt.) Það er stórundarlegt, sérstaklega á þeim tíma þar sem þingmenn ættu að vera á þingfundi sem þeir eru að biðja um að standi lengur fram eftir kvöldi. Er það ekki skrýtið? Ég myndi halda það. Það er, veit ég, fundur hérna úti á Austurvelli á laugardaginn klukkan tvö þar sem enginn stjórnarþingmaður mætir, þið getið kannski haft það á þeim tíma. (Gripið fram í.) Ég myndi leggja það til alla vega, í staðinn fyrir að hafa þingfund í kvöld. Ef stjórnarflokkarnir vilja hafa þingfund í kvöld geta þeir sleppt félagsfundunum sínum og fært þá bara yfir á laugardaginn klukkan tvö, þegar þeir mæta hvort eð er ekki á mótmælafund hér á Austurvelli.