152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[21:23]
Horfa

Frsm. (Jódís Skúladóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að koma upp og þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mig langar líka að þakka almennt fyrir þessa umræðu hér í dag, hún er gríðarlega mikilvæg. Við erum að koma hér mikilvægu máli á dagskrá sem ég er mjög þakklát fyrir. Það hefur mjög margt komið fram í umræðunni og eitt af því sem kom fram í ræðu hv. þingmanns er hversu illa við höfum raunverulega staðið okkur í langan tíma. Það kom einnig fram í ræðu hv. þingmanns að við erum að bæta okkur og ef við horfum til síðustu ára þá erum við að bæta okkur allhressilega og við erum á góðri leið. Ég er ekki með sérstaka spurningu til hv. þingmanns nema það hvort hann geti ekki verið sammála mér um að það skiptir máli hver stjórnar.