152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

dagskrártillaga.

[10:42]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég held að hér sé um ákveðinn lágpunkt að ræða þessi ár sem ég hef setið á þingi, ákveðinn lágpunkt. Ég vil líka vekja athygli á því að þessi hugmyndafræði sem farið er fram með hér, hvernig yrði staðið að henni af meirihlutaflokkunum á þingi ef það ætti bara að koma með tillögur um að henda málum út úr þinginu? Þannig að lýðræðisástin, meint lýðræðisást tengd þessu máli og þeim flokki sem fer fram með þetta mál hér, ég held að menn ættu að huga aðeins að því í stóra samhenginu hvað er verið að fara. Það væri klárlega hægt að stytta þingtímann gríðarlega mikið ef meiri hlutinn myndi bara henda út málum statt og stöðugt með því að koma fram með slíka dagskrártillögu. Ég mun klárlega greiða atkvæði gegn þessari tillögu.