152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

bankakerfi framtíðarinnar.

[11:08]
Horfa

Helga Þórðardóttir (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin en vil leggja jafnframt áherslu á að eigendastefna skiptir miklu máli í bankarekstri. Þess vegna verður að semja sérstök lög ef stofna á samfélagsbanka, ríkisrekinn banki með sömu eigendastefnu og venjulegir einkabankar er ekki samfélagsbanki. Mig langaði bara að leggja áherslu á það. Ég er svolítið í framtíðinni en nú ætla ég að fara aðeins í fortíðina af því að mér fannst svolítið skondið að ég stend hérna í sömu sporum og Katrín Jakobsdóttir var 14. september 2015. Með leyfi forseta, langar mig að vitna í ræðu hennar: „Það vakti athygli mína í apríl þegar Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt að þar var samþykkt dálítið merkileg ályktun um að ekki ætti að …“ (Forseti hringir.) — Ég fer þá beint í spurninguna: Framsóknarflokkurinn hefur haft á liðnum árum ákveðið frumkvæði (Forseti hringir.) í umræðunni um að gera Landsbankann að samfélagsbanka. Eruð þið til í að halda þeirri umræðu áfram?