Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

listamannalaun.

408. mál
[20:09]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir) (F):

Frú forseti. Ég kem hingað upp til að þakka þingmönnum fyrir þær athugasemdir sem hafa komið fram við þessa umræðu varðandi þetta frumvarp því þetta er gríðarlega mikilvægt mál. Þetta er mikilvægt fyrir ungt fólk, þetta er mikilvægt fyrir íslenskt menningarlíf og þetta er mjög mikilvægt fyrir þau sem hafa lent í erfiðleikum í tengslum við heimsfaraldur kórónuveiru. Þær athugasemdir sem hafa komið hér fram eru mjög margar og munu nýtast áfram. Ég mun taka þær til mín og koma þeim áfram. Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa komið fram með þessar athugasemdir. Íslenskar listir skipta máli. Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál.