152. löggjafarþing — 72. fundur,  29. apr. 2022.

barnaverndarlög.

584. mál
[12:05]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég styð þetta mál en ég skrifaði undir og studdi bókunina um áhyggjur af því að þetta mál gæti klúðrast á þeim hraða sem verið er að keyra það í gegn. Það var komið upp að hægt væri að setja þetta í umsagnarferli og það hefði tekið hálfan mánuð og við myndum þá taka þetta fyrir á fyrsta fundi eftir hlé. En það var ein röksemd sem kom sem gerði það að verkum að ég ákvað að styðja þetta og það var sú röksemd að á þessu tímabili gæti ríkisstjórnin fallið. Ég hugsaði með mér: Ókei, þetta er góð röksemd. Þess vegna ætla ég að styðja þetta vegna þess að þetta gæti skeð. [Hlátur í þingsal.] Það verður auðvitað að passa upp á að búið sé að tryggja börnin áður en ríkisstjórnin fellur.