152. löggjafarþing — 74. fundur,  16. maí 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 488, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur; fyrirspurn á þskj. 603, um flutning hergagna til Úkraínu, frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur og fyrirspurn á þskj. 897, um áhrif breytts öryggisumhverfis, frá Diljá Mist Einarsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 896, um útburð úr íbúðarhúsnæði, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.

Þá hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 847, um námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla, frá Hildi Jönu Gísladóttur.

Að lokum hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum: Á þskj. 772, um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu, frá Diljá Mist Einarsdóttur; þskj. 846, um meðferðarúrræði fyrir börn, frá Hildi Jönu Gísladóttur; þskj. 858, um skort á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni, frá Bjarna Jónssyni; og á þskj. 882, um fjölda aðgerða vegna ódæmigerðra kyneinkenna, og þskj. 890, um geðheilbrigðisþjónustu við fanga, báðar frá Daníel E. Arnarssyni.