152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna.

591. mál
[18:43]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Já, umönnunarstyrkurinn er mishár og ég vil ítreka að mér finnst mjög margt gott í þessu frumvarpi. En mér þykir þó mikilvægt að standa vörð um þá einstaklinga sem vilja vera á vinnumarkaði vegna þess að þó að þú eigir barn í 4. og 5. þrepi er það ekki sjálfsagt að þú viljir útiloka þig frá atvinnuþátttöku. Mér finnst að það þurfi að hafa það í huga þegar rætt er um þetta frumvarp og það sé skoðað til hlítar að allir foreldrar, sama hversu veik börnin þeirra eru, hafi sömu réttindi og val um hvort þau fari út á vinnumarkaðinn eða ekki. Það er bara mjög mikilvægt, það eru mjög margir foreldrar sem hafa rætt um að þau upplifi ekki að þau geti farið út á vinnumarkaðinn vegna þess að það muni skerða greiðslurnar. Þannig að ég spyr: Er einhver vilji fyrir því að endurskoða þetta með 4. og 5. þrepið?