152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, það er einmitt skrifað hérna inn að áfram verði hægt að taka mál til efnislegrar meðferðar á grundvelli 3. mgr. 36. gr. laganna og 42. gr. gildandi laga og að aðstæður verði kannaðar. Það er sem sagt verið að skrifa það inn að það sé heimilt að víkja frá meginreglum. Líkt og ég held að hafi komið ágætlega fram í ræðu minni þá líst mér vel á þetta orðalag. En þetta er eitt af því sem ég held að nefndin eigi að kanna, kafa ofan í og skoða líkt og gert hefur verið vegna þess að hér er einmitt verið að skrifa það inn hvenær eigi að taka mál til efnismeðferðar þrátt fyrir aðra meginreglu.