152. löggjafarþing — 75. fundur,  17. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[00:05]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig minnir að það sé einmitt gert ráð fyrir auknum kostnaði í kerfinu vegna þessa frumvarps, sem kannski segir manni að skilvirkni muni ekki aukast endilega til muna. Þetta felur allt saman í sér aukinn kostnað fyrir hið opinbera. Nei, ég veit ekki hvað nákvæmlega ætti að gera það. Þegar lög eru þannig úr garði gerð að í rauninni er flókið fyrir stjórnvöld að beita þeim vegna innri mótsagna þá er það ekki til þess fallið að auka skilvirkni. Ég held að það sé alveg á hreinu.