152. löggjafarþing — 77. fundur,  18. maí 2022.

börn á flótta.

[15:31]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Það sem skiptir máli í þessu efni sem lýtur að börnum er að öll stjórnvöld sem vinna með málefni barna þurfa að vinna hagsmunamat á því hvað sé börnum fyrir bestu. Ég hef lagt áherslu á það að í þeirri vinnu sé það haft skýrara, bæði afmarkað í lögum en einnig með hvaða hætti unnið er að slíku hagsmunamati. Það er verið að gera um þessar mundir og það er það sem þarf að fylgja eftir og þarf að vera í lagi vegna þess að á undanförnum árum hafa verið, vil ég segja og það var haft eftir mér á síðasta kjörtímabili, atriði þar sem ég dreg í efa að raunverulega sé verið að meta hagsmuni barna út frá þeim hætti sem alla vega barnasáttmálinn segir okkur að eigi að gera. Það er það sem ég trúi að verið sé að breyta og laga og bæta. En við erum líka að þroskast og þróast sem samfélag í þessu og þetta þurfa (Forseti hringir.) öll stjórnvöld að gera í miklu meira mæli og af miklu meiri dýpt og miklu meiri rýni út frá hagsmunum barnanna en ekki foreldranna eða einhverra hagsmuna.