Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[17:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum hér atkvæði um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu, ýmis mál. En eitt af þeim atriðum sem við greiðum atkvæði um er heimild félagsmálaráðherra til þess að setja reglugerð um skerðingarhlutfall húsnæðisbóta. Ég held að það væri áhugavert að heyra frá fyrrverandi félags- og barnamálaráðherra, sem setti reglugerð um þetta skerðingarhlutfall, hvort hann hafi vitað af vilja þingsins varðandi það að ráðherra hefði ekki heimild til að setja slíka reglugerð, þá hæstv. ráðherra Ásmundur Einar Daðason. Ég veit ekki hvort þetta er endilega réttur vettvangur í umræðu um atkvæðagreiðslu en ég held það væri samt upplýsandi fyrir þingheim ef hæstv. ráðherra myndi upplýsa okkur um það hvort hann hafi vitað af því að þingið hafnaði því að ráðherra hefði reglugerðarheimild til að setja þetta skerðingarhlutfall.