Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[17:56]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í núverandi lögum er skerðingarhlutfall 9%. Í þessari tillögu er skerðingarhlutfallið 11% og þetta er tillaga til að breyta þeirri prósentu í 9% eins og er í núgildandi lögum. Í reglugerð, sem þingið vildi ekki að ráðherra hefði leyfi til að setja, er þetta skerðingarhlutfall hins vegar 11% síðan árið 2020, þá sett af þáverandi félagsmála- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, hann setti þá reglugerð. Ég veit ekki hvort hann vissi að þingið vildi ekki að hann hefði þessa heimild eða ekki. Hann kom ekki hérna og útskýrði það neitt sérstaklega, þannig að þetta er einungis tilraun til að hafa þetta í samræmi við gildandi lög.