Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

um fundarstjórn.

[18:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er þetta vandamál sem við glímum við hjá hæstv. dómsmálaráðherra sem fer ítrekað með rangt mál um einmitt að það þurfi að breyta lögum til að hætta að senda fólk til Grikklands sem fengið hefur þar vernd. Hann hefur sagt þetta ítrekað, t.d. í morgunútvarpinu í morgun. Þetta er rangt. Lögin veita heimild til að senda fólk til Grikklands en það er ekki skylda. Ráðherra þarf ekki að senda fólk til baka. Hann hefur heimild til þess en ber ekki skyldu til þess. Lögin virka alveg til að grípa þær aðstæður sem eru í gangi núna. Það þarf ekki að breyta þeim til að hætta við að senda fólk aftur til Grikklands. Við skulum hafa þetta algerlega skýrt og mér finnst mjög alvarlegt, forseti, að ráðherra málaflokksins viti þetta ekki.