Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

áfengislög.

596. mál
[22:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Örstutt möguleg greining á því af hverju áfengisfrumvarpið fór ekki í gegn í denn. Það er að ég held af því að menning okkar um það að semja um innihald frumvarpa er eiginlega ekki til. Ég held að ýmislegt í gömlu áfengisfrumvörpunum hefði farið í gegn ef það einfaldlega hefði verið farið skýrt og skilmerkilega í gegnum hvað væri hægt að taka í hvert sinn. Ég held að það sé alveg auðveldlega meiri hluti og meira en meiri hluti til að gera meira en bara þetta í þinginu í dag. En það vantar alltaf samtalið um hvað af þessu ætlum við að klára. — Pæling.