Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

skattlagning séreignarsparnaðar.

[15:42]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Eins og ég nefndi í fyrra svari þá hefur séreignarsparnaðurinn í raun og veru verið nýttur sem stuðningur við sérstakra hópa og þá er sérstaklega verið að horfa til yngra fólks sem nýtir hann sem húsnæðisstuðning. Og eins og ég benti á í mínu fyrra svari er bent á það í nýjustu úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að það sé ástæða til þess að horfa á húsnæðisstuðninginn. Það er í raun og veru sama niðurstaða kemur út úr nýjum húsnæðishópi stjórnvalda þar sem er bent á að þetta kerfi þurfi að taka til endurskoðunar. Út frá því sem hv. þingmaður segir eru rökin fyrir því vissulega mismunandi. Þess vegna tel ég að þetta stangist ekki á við jafnræðisregluna því að verið er að að styðja sérstaklega yngri hópa til að komast í sitt eigið húsnæði. Spurningin er hvort það sé skilvirkasta leiðin, eins og hefur verið bent á, og hvort við þurfum ekki að skoða það í samhengi við annan húsnæðisstuðning. En ég tek brýningu hv. þingmanns og les greinina þannig að ég hafi betri svör fram að færa næst þegar við ræðum þessi mál.