Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 84. fundur,  2. júní 2022.

kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.

[11:05]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Ég veit ekki til þess að Evrópusambandið sé að reyna að gera neitt sérstakt í því þessi misserin að setja kjörræðismann Íslands í Belarús á lista yfir þá sem eiga að sæta viðskiptaþvingunum eða refsiaðgerðum. Um þessi samskipti hefur það verið upplýst að þau hafi fyrst og fremst verið óformleg símasamtöl og í einhverjum tilfellum tölvupóstsamskipti eða fundir í eigin persónu. Það hefur líka verið upplýst að þessi samskipti voru í á þriðja tug skipta. Það hefur komið fram áður, og ég ítreka það hér, að þau samskipti gengu út á það í efnisatriðum að spyrjast fyrir og afla upplýsinga, sem gekk bara erfiðlega, ekki kom mikið af upplýsingum til baka, um það hvort kjörræðismaður okkar yrði á slíkum lista og þá hvers vegna. Hann var á endanum ekki á þeim lista. Við bjuggum listann ekki til, fengum ekki aðgengi að því hvernig hann var til fundinn. (Forseti hringir.) Eins og ég hef áður nefnt þá hefði það haft áhrif ef hann hefði endað á listanum og við hefðum þurft að gera ráðstafanir.