Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030.

575. mál
[20:55]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að það eigi að samþykkja þessa stefnu en ég hvet hæstv. heilbrigðisráðherra til að ganga bónleiðina til hæstv. fjármálaráðherra og fá aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fjármagnaða af því að annars verður sú aðgerðaáætlun orðin tóm. Það verða að fylgja peningar með þeim tillögum sem er verið að leggja til. Það er það eina sem ég vil segja, annars er þetta gott mál.