Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030.

575. mál
[20:56]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál er mikilvægt og ég styð það. Ég vil samt minna á skýrslu ríkisendurskoðanda um heilbrigðismálin sem er í raun rassskelling. Hann bendir m.a. sérstaklega á að stjórnvöld hafa ekki verið að fylgja eftir fyrri stefnumótun. Nú erum við að leggja fram stefnumótun til næstu ára þannig að ég hvet stjórnvöld til að vera með puttann á púlsinum, augun á boltanum, til að fylgja þessu raunverulega eftir. Hluti af því að svo verði, að við tökum geðheilbrigðismál enn fastari tökum, er einmitt að fylgja eftir lögum sem allir þingflokkar samþykktu hér í þingsal. Því hefur ekki verið fylgt eftir að neinu ráði. Ég vil hvetja hæstv. ríkisstjórn og ekki síst heilbrigðisráðherra til að taka það mál, eins og ég segi, föstum tökum og fara í að niðurgreiða sálfræðiþjónustu fyrir alla. Það mun ekki síst skipta máli fyrir ungt fólk og efnalítið fólk. Þetta er gott skref en höldum áfram, göngum lengra. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)