Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áfengislög.

596. mál
[21:12]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er um mjög jákvætt mál að ræða sem ég styð heils hugar. Ég var viðstaddur umræðu um það hér fyrr í dag og af orðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins mætti ætla að hér væri um nokkuð umfangsmeiri breytingu að ræða en ég get lesið út úr frumvarpinu sem náðarsamlegast heimilar bruggurum að selja bjór í lokuðum flöskum þrátt fyrir að vera ekki starfsmenn ríkisins að því gefnu að styrkurinn á ölinu sé ekki of hár og það sé gert á skrifstofutíma hins opinbera. Ég vona að baráttumönnum frelsis gangi betur á næstu 40 árum að gera breytingar á þessu umhverfi en gengið hefur hingað til.