Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áfengislög.

596. mál
[21:18]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Já, lítið mál, segja sumir, en margir segja líka að það sé mikilvægt að taka fílinn í nokkrum bitum. Og hér erum við að gera það. Áfengislöggjöfinni hefur ekki verið breytt síðan ég varð til. Það var áður en ég varð til sem lögum um bjór var breytt hér. Hér er lítið skref stigið í máli sem hefur komið tvisvar til þingsins núna og það er mjög ánægjulegt að þinginu lánaðist að afgreiða það. Í þessu máli felst auðvitað mikil nýsköpun varðandi íslenska framleiðslu víða um land og það er einstaklega gaman að heyra hve margir þingmenn, líka þingmenn úr fjölmörgum flokkum, styðja þetta frelsismál.