Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áfengislög.

596. mál
[21:26]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa breytingu af því að það er verið að víkka út, það er verið að leyfa þeim sem eru að selja 100.000 lítra af áfengi á almanaksári og minna að selja líka gin og viskí og fleira sem fólk vill kaupa, eðlilega, íslensk framleiðsla. En ég hefði gjarnan viljað sjá hér að þetta gilti um allt heila klabbið, um alla þá sem eru að selja og fá leyfi núna til þess að selja framleiðslu á framleiðslustað, um alla þá sem eru með 500.000 lítra og minna, gefa þeim heimild til þess að selja bjór, viskí, gin eða hvað það er sem verið er að framleiða á þessum stöðum, ekki setja neinar takmarkanir heldur hafa þetta sem frjálsast. Þetta er engu að síður skref í ágæta átt. En ég hefði svo gjarnan viljað sjá meira frelsi í þessu tækifæri sem við höfum núna hér í þinginu, svona á lokametrunum á þessu þingi.