Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 92. fundur,  15. júní 2022.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

692. mál
[22:28]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að þakka þinginu kærlega fyrir góð vinnubrögð við afgreiðslu þessa frumvarps. Þetta frumvarp þýðir að kvikmyndagerð á Íslandi er orðin samkeppnishæf aftur þegar við berum okkur saman við önnur ríki. Ríkisstjórnin stefnir að því að fjölga störfum í hinum skapandi greinum og er þetta risastór aðgerð í þeirri vegferð. Að auki vil ég kærlega þakka atvinnuveganefnd sem brást hratt og örugglega við frumvarpinu og mér heyrist að þetta sé að verða einhver svona uppáhaldsnefnd ráðherra. Ég vil líka segja að nefndin hefur staðið sig vel en ég á mjög erfitt með að gera upp á milli nefnda. Kærar þakkir.