Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Nú sagði hæstv. heilbrigðisráðherra, ráðherra Framsóknarflokksins, í gær að það væri ekki aðhaldskrafa á spítalana. En það er samt það sem stendur í fjárlagafrumvarpinu mjög skýrum stöfum. Hæstv. fjármálaráðherra útskýrði það hérna að það væri vegna þess að verið væri að hliðra til fjárfestingu á milli ára. Sú útskýring gengur heldur ekki upp af því að í greinargerðinni er talað um að það séu rétt rúmir 2 milljarðar sem sé verið að flytja á milli ára, ekki 4. Þannig að ef það er rétt og það er vitlaust greint frá aðhaldsstiginu þá á eftir að útskýra 2 milljarða. Hið rétta er náttúrlega að útgjöld eins og vegna byggingar nýs Landspítala, sem er þá verið að fresta þarna milli ára, ættu að vera flokkuð í bundnum útgjöldum. Þetta eru dálítið tæknileg atriði en rosalega mikilvæg til að fólk átti sig á því hvað verið er að gera. Ef það er allt rétt hérna og þetta eru mistök (Forseti hringir.) hvernig flokkunin er í fjárlagafrumvarpinu, hvar eru þá 2 milljarðar í aðhald sem vantar upp á að útskýra?