Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:45]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Erindið er auðvitað að standa vörð um samfélagslegt kerfi sem við erum hér öll að fjalla um. Okkur getur greint á um leiðir, eins og sagt hefur verið. Ég tel að það sýnir sig í mörgum áherslum í þessu frumvarpi að erindi Vinstri grænna er mjög brýnt. Hér er verið að ná fram, ja, eigum við að segja ákveðnum þáttum sem ekki hafa náðst fram í fjölda ára, m.a. að láta örorkulífeyrinn fylgja t.d. verðbólgunni, sem hefur ekki gerst í mörg ár, eins og hv. þingmaður þekkir. Í stóru myndinni er mjög margt hér undir sem endurspeglar stefnu Vinstri grænna í mjög mörgum málaflokkum. Ég held að það erindi hafi birst áður þessi fimm ár og það heldur áfram að gera það núna í allflestum málaflokkum.