Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:40]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Þetta er hárrétt ábending hjá hv. þingmanni og ég ætla ekki einu sinni að reyna að rífast við hann um þetta vegna þess að þetta er bara rétt hjá honum, launahækkanirnar eru ekki inni í frumvarpinu. Það er ekki samið fyrr en í mars, eitthvað svoleiðis, það er verið að horfa til þess, og vaninn hefur verið sá að þær koma ekki inn fyrr en búið er að semja. Það kemur þá í fjárauka og svo fjárlögum næsta árs. Við höfum bara ekki upplýsingar um það að svo stöddu og það höfum við sagt skólunum á fundi sem við höfum átt með þeim. Þetta væri þá einhver kerfisbreyting sem við þyrftum að gera og sá sem hér stendur væri alveg til í samtal um hana.