Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[14:52]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrir sína ræðu. Aldrei tími til að spyrja þjóðina og treysta þjóðinni, sagði hv. þingmaður. Mig langar því einfaldlega til að spyrja hv. þingmann að því hvort ESB-sinnar hafi ekki einmitt spurt þjóðina um afstöðu hennar til ESB-aðildar í þjóðarkosningu bara fyrir örfáum mánuðum síðan. Og hver var niðurstaðan? Hver varð niðurstaðan og hvert var viðhorf þjóðarinnar í þeim þjóðarkosningum til aðildar að ESB? Hvaða stuðning fengu ESB-sinnar þar við sinn málstað? Treystir hv. þingmaður kannski ekki íslensku þjóðinni? Virðir hv. þingmaður ekki niðurstöður lýðræðislegra kosninga?