Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[19:05]
Horfa

Flm. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst svo skemmtilegt að það sé verið að ræða um að ef við stöndum utan Evrópusambandsins þá getum við tekið þátt í svo miklum fríverslunarviðræðum, sama fólk sem vill nú yfirleitt loka öllu landinu af með tollum og hömlum á vörur þar sem slík fríverslun kæmi neytendum til góða.

Hv. þingmaður talar um þessi NATO-ríki sem eru innan Evrópusambandsins og að við eigum að taka afstöðu gegn stríði yfirleitt. Við erum með þjóðaröryggisstefnu sem grundvallast á þátttöku í NATO og við munum fá endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu í október og verða greidd atkvæði um hana hérna fyrir jól. Hún mun alveg örugglega grundvallast á veru okkar í NATO og varnarsamstarfi við Bandaríkin. Ég spyr þá: Mun hv. þingmaður styðja endurskoðun þjóðaröryggisstefnunnar?