Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega.

4. mál
[20:32]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég ætla að hætta að tala um stefnumál Pírata. Við tökum það betur upp þegar þeir mæla fyrir tillögunni. Takk fyrir gott innlegg í okkar mál um 400.000 kr. lágmarksframfærslu, skatta- og skerðingarlaust, og ég þakka fyrir góðar viðtökur og stuðning úr ranni Pírata, Samfylkingar og þeirra sem hafa tjáð sig fallega um málið okkar og finnst sjálfsagt að styðja það.