Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

sala á upprunavottorðum.

[10:48]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegi forseti. „Íslendingar hafa selt syndaaflausnir vegna losunar á 68 milljónum tonna af CO2. I? ru?man a?ratug, eða fra? a?rinu 2011, hafa i?slensk orkufyrirtæki selt hreinleika- eða upprunavottorð a? raforku til fyrirtækja Evro?pu. Í skjo?li þessara vottorða hafa erlend fyrirtæki skreytt sig og segjast nota hreina orku sem samt er framleitt að meirihluta með kolum, oli?u, gasi og kjarnorku. A? mannama?li þý?ðir þessi sala upprunavottorða að Íslendingar eru beinli?nis að hja?lpa erlendum fyrirtækjum að blekkja neytendur.“

Svona hefst grein Harðar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins, í blaðinu sem kom út núna í vikunni, með síðbúnu leyfi forseta. Þessi umræða um aflátsbréf, upprunavottorð, hefur komið reglulega upp en umfang málsins hefur sennilega ekki verið tekið jafn vel saman og í þessari grein Harðar í nýjasta Bændablaðinu. Ég get sagt fyrir mig að það er allt að því sjokkerandi að sjá með hvaða hætti þessi mál hafa unnist síðan þessi sala á þessum aflátsbréfum, eins og ég kalla þau, byrjaði. Staðreyndin er sú að ef við horfum á meðaltal uppruna raforku á Íslandi samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar árin 2011–2021 þá er endurnýjanleg raforka 39%, kjarnorka 23% og jarðefnaeldsneyti 38%. Auðvitað vitum við öll að það er ekki kjarnorkuver á Íslandi, en þetta er nú engu að síður uppgjörið eins og það blasir við okkur. Það sem mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra um er hvort hún telji að við séum að ganga til góðs með þessu kerfi sem þarna hefur verið byggt upp. Er allt falt á endanum og jafnvel sá hreinleiki sem ég veit að hæstv. forsætisráðherra er svo áhugasamur um að tala fyrir?

(Forseti (BÁ): Forseti vill geta þess að honum urðu á mistök hér áðan þegar hann vísaði til 1. persónu en ekki 2. persónu. Hér í málfarshorninu þá verður það því skráð að forseti átti við 2. persónu, en ekki 1. persónu. En minnir hv. þingmenn á að nota 3. persónu.)