Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

orð ráðherra um yfirheyrslur á blaðamönnum.

[11:08]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Það þarf ekki að koma hv. þingmanni á óvart að ráðherrar í ríkisstjórn séu ekki allir með einu og sömu ríkisskoðunina þegar um er að ræða þrjár ólíka flokka. En ég hlýt hins vegar að hafna því algjörlega þegar hv. þingmaður gefur hér til kynna með orðum sínum að stjórnvöld séu með andlýðræðislegum hætti að stöðva vinnu fjölmiðla. Ég hlýt að segja það hér að við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögregla starfi samkvæmt þeim reglum sem hafa verið settar. Og ég hlýt að minna á það aftur að þar eru atriði eins og vernd heimildarmanna, vernd uppljóstrara og aðrir þættir sem ég persónulega hef beitt mér fyrir að yrðu sett í lög og hafa verið sett í lög vegna þess að Alþingi Íslendinga, og þetta hefur verið í allgóðri sátt hér á þingi, þó ekki allt, hefur verið sammála um að það er mikilvægt að vernda stöðu frjálsra fjölmiðla. Ég tel varhugavert að tala hér um andlýðræðisleg stjórnvöld og hafna því.