Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins.

10. mál
[14:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ef þetta á að gerast strax þá skil ég ekki af hverju þetta er þingsályktunartillaga. Lögin um stjórn fiskveiða eru með hlutfallsprósentuna sem er talað um í greinargerðinni, 5,3% en samkvæmt stefnu Vinstri grænna á hún að vera 8,3%. Samkvæmt stefnu Pírata eru það bara frjálsar handfæraveiðar, ekkert rosalega flókið enda, eins og hv. þingmaður sagði, er þetta ekki ágeng veiðiaðferð og gengur ekki á stofninn. Ef þetta á að gerast strax, af hverju er þetta þá ekki lagafrumvarp?