Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 10. fundur,  29. sept. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[12:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég minntist einmitt á mál um fyrirtækjaskrá vegna þess að það var þingmannamál sem ég var með fyrir nokkrum árum síðan. Í meðhöndlun þess máls í nefndinni mætti þáverandi hæstv. fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, og einfaldlega mælti með því að málið yrði samþykkt. Þar sem þetta er mál ráðherra velti ég fyrir mér hvort, þegar ráðherra kemur og kynnir málið fyrir nefndinni, hún gæti kannski mælt með því að nefndin skoði að bæta við gjaldfrjálsum aðgangi að rafrænni uppflettingu í hluthafaskrá.